Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   sun 06. maí 2012 22:20
Arnar Daði Arnarsson
Ómar: Vonandi verður lítið að gera
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ómar Jóhannsson markvörður Keflvíkinga var einn af betri mönnum vallarins í leik Fylkis og Keflavíkur í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla sumarið 2012, er liðin gerðu 1-1 jafntefli í Árbænum.

,,Við erum sáttir með stigið eins og seinni hálfleikurinn spilaðist, við vorum ánægðir með fyrri hálfleikinn hjá okkur, vorum að spila vel og skapa okkur færi og við vorum ákveðnir að halda fengnum hlut í hálfleik. Við ætluðum ekkert að bakka og fara slappa af en síðan þróast leikurinn þannig að þeir taka yfir og við missum móðinn," sagði Ómar og er þetta dagsatt hjá honum, svona þróaðist leikurinn en það var eins og allt annað Keflavíkur lið hafi mætt til leiks í seinni hálfleikinn.

Keflavík var spáð falli sumstaðar í spám fyrir tímabilið eða þá við fallsætið, Ómar segir að Keflvíkingar hlusti ekkert á þessar spár en hann er þó tilbúinn í slaginn, ef það verður nóg að gera hjá honum.

,,Vonandi verður lítið að gera, en ég verð alveg tilbúinn ef það verður nóg að gera. Ég er í fínu formi og mér gekk ágætlega í dag og ég sé ekkert annað en að mér eigi eftir að ganga vel í sumar," sagði kokhraustur Ómar Jóhannsson.
Athugasemdir
banner