Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fös 18. maí 2012 17:09
Elvar Geir Magnússon
Ólafsvíkingar senda Janis Vaitkus heim
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Lettneski miðvörðurinn Janis Vaitkus spilar ekki meira með Víking Ólafsvík en hann þótti ekki standa undir væntingum.

Vaitkus spilaði með Ólafsvíkingum í 1-1 jafnteflisleik gegn Fjölni í fyrstu umferð en hann kom til liðsins frá ítölsku D-deildarliði.

Eftir að Víkingur fékk Englendinginn Clark Keltie var talið að ekki væri þörf fyrir Vaitkus.

Ólafsvíkingar heimsækja Tindastól á Sauðárkrók á morgun en þá mun Keltie leika sinn fyrsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner