Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 21. maí 2012 12:00
Sigmundur Ó. Steinarsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Á vellinum
Sigmundur Ó. Steinarsson
Sigmundur Ó. Steinarsson
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Chelsea vann Meistaradeildina.
Chelsea vann Meistaradeildina.
Mynd: Getty Images
NÝLIÐARNIR frá Akranesi hafa byrjað Íslandsmótið með miklum látum og eru með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í Pepsí-deildinni. Þessi byrjun Skagamanna vekja upp minningar frá 1992 er þeir byrjuðu einnig Íslandsmótið vel eftir að hafa endurheimt sæti sitt í efstu deild og urðu fyrstir til þess að hampa Íslandsbikarnum eftir að hafa leikið í 2. deild árið áður. Of snemmt er að spá því að þeir endurtaki þann leik í ár.

Þegar Skagamenn lögðu Keflvíkinga með sigurmarki Garðars B. Gunnlaugssonar á elleftu sundu, 3:2, var það varamaður sem tryggði þeim sigurinn í þriðja leiknum af fjórum. Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, sem varði mark Skagamanna 1992, hefur verið naskur á að skipta réttu mönnunum inná á réttum tíma. Þegar Skagamenn urðu meistarar 1992 var það bróðir Garðars, Arnar, sem var mesti markaskorari þeirra - varð markakóngur með 15 mörk.

Það ár skoraði Arnar tvær þrennur af þeim fimm sem sáu dagsins ljós á keppnistímabilinum. Núna hefur ein þrenna verið sett – Kjartan Henry Finnbogason, KR, í leik gegn ÍBV, 3:2.

Kjartan Henry með fyrstu þrennuna úr vítaspyrnum!
* Kjartan Henry skoraði öll þrjú mörk sín úr vítaspyrnum í sigurleik gegn ÍBV, 3:2, og varð hann fyrsti leikmaðurinn í sögu Íslandsmótsins til að skora þrjú mörk úr vítaspyrnum í sama leiknum, en áður hafa nokkrir leikmenn náð að skora úr veimur vítaspyrnum í leik sem þeir settu þrennu í.

Fyrstur til að dæma fjórar vítaspyrnur
Magnús Þórisson, dómari, varð fyrstur til að dæma fjórar vítaspyrnur í leik í efstu deild – Kjartan Henry skoraði úr þremur, en Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, varði fjórðu vítaspyrnu leiksins, frá Matt Garner, ÍBV.
Það má segja að tvær til þrjár vítaspyrnurnar í leiknum hafi verið af ódýrari gerðinni og ein vítaspyrnan átti alls engan rétt á sér, þar sem dæmd var á varnarmann ÍBV sem fékk knöttinn upp í hönd vel fyrir utan vítateig. Þá gerði dómarinn og annar aðstoðardómari hans slæm mistök.
Dómarar og aðstoðarmenn þeirra geta aldrei leyft sér að dæma að líkindum. Ef dómarar eru ekki í aðstöðu til að sjá atvik, eiga þeir ekki að dæma.

Að setja "bann" fjölmiðla
Það vakti nokkra athygli á dögunum er þjálfari tilkynnti að hann myndi ekki ræða við einn fjölmiðil. Ástæðan? Maður á þeim fjölmiðill hafði skoðun á ákveðnu máli sem sagt var frá. Þjálfarinn var ekki sáttur við að menn hefði aðrar skoðanir á málum en hann.
Það hefur áður gerst að þjálfarar hafa neitað að ræða við fjölmiðla í hita leiksins og verða þeir sem vilja vera í þannig „hernað“ að eiga það við sjálfan sig. Það er ekki sterkur leikur að skjóta sendiboðann Með því er komið í veg fyrir að stuðningsmenn liða fái fréttir frá sínum liðum í fjölmiðlum og geta séð hvað þeirra menn hafa að segja um leiki og ýmisleg atvik sem koma upp innan sem utan vallar.
Þó að menn séu ekki alltaf sammála verða þeir að virða skoðanir annara.

Sníða sér stakk eftir vexti!
Chelsea varð Evrópumeistari með því að leika svokallaða „handboltavörn“ gegn Bayern München – að láta flesta leikmenn sína verjast og treysta síðan á hraðar sóknir. Þannig leikaðferð er ekki skemmtileg á að horfa – drepur niður leiki, en hún getur orðið árangursrík. Oft hefur þessari leiðaðferð verið beitt og það á stórmótum. Menn muna vel eftir Argentínumönnum á HM á Ítalíu 1990, er þeir voru með flesta sína menn í varnarstöðu og treystu síðan á að Diego Maradona myndi ná að gera út um leiki, eða þá að Sergio Goycochea, markvörður, myndi sjá um sigur í vítaspyrnukeppni. Argentínumenn voru nálægt því að verða heimsmeistarar, en urðu að sætta sig við tap í úrslitaleik fyrir Vestur-Þjóðverjum, 0:1.

Þannig er knattspyrnan – mörg lið hafa orðið Íslandsmeistari með þannig leiðaðferð. Það er leiðinlegt til lengdar að horfa upp á lið verjast og áhorfendur fjölmenna yfirleitt ekki á leiki liðanna sem leika þannig knattspyrnu.
En það er ekkert hægt að segja við þannig leiðaðferð – menn sníða sér stakk eftir vexti!

Með fótboltakveðju,
Sigmundur Ó. Steinarsson
Athugasemdir
banner
banner
banner