Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 01. júní 2012 14:54
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Get Reading 
Reading vill fá Gylfa aftur
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar er í mikilli óvissu. Heimasíðan Get Reading segir að lið Reading vilji fá leikmanninn aftur í sínar raðir.

Reading komst aftur upp í ensku úrvalsdeildina á afstöðnu tímabili.

Allt útlit var fyrir að Swansea væri að tryggja sér kaup á Gylfa en þau mál tóku skyndilega u-beygju eftir að knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers fór í viðræður við Liverpool.

Gylfi er enn leikmaður Hoffenheim og að öllu óbreyttu á hann að mæta til æfinga í Þýskalandi þann 18. júní.

Margir telja líklegt að Rodgers muni reyna að fá Gylfa til Liverpool en Reading fylgist grannt með gangi mála. Nýir eigendur Reading munu láta knattspyrnustjórann Brian McDermott fá væna upphæð til leikmannakaupa í sumar.

Það er ljóst að æðsta ósk stuðningsmanna Reading er að fá Gylfa aftur til félagsins en hann lék fyrir aðallið félagsins 2008-2010.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner