lau 09. júní 2012 11:10
Elvar Geir Magnússon
Milan mun ekki bjóða í Balotelli
Powerade
Kevin Strootman er orðaður við Man Utd.
Kevin Strootman er orðaður við Man Utd.
Mynd: Getty Images
Evrópumótið heltekur nánast allar síður enskra götublaða um þessar mundir. Þau gefa sér samt smá pláss til að slúðra.

AC Milan segist ekki ætla að gera tilboð í Mario Balotelli, sóknarmann Manchester City. (TalkSport)

Kevin Strootman, miðjumaður PSV Eindhoven, er orðaður við Manchester United sem íhugar að gera tilboð í leikmanninn vegna óvissunnar um framtíð Darren Fletcher. Strootman hefur verið líkt við Roy Keane vegna leikstíls síns. (Daily Mirror)

United er nálægt því að krækja í 18 ára framherja frá Crewe á 4 milljónir punda. Nick Powell heitir strákurinn. (Daily Mail)

Faðir Robin van Persie segir að sonur sinn muni ekki fara í annað enskt lið. Manchester City hefur áhuga á þessum hollenska markahróki Arsenal. (Metro)

Fulham horfir til Jordan Rhodes, sóknarmanns Huddersfield, ef Clint Dempsey fer en hann á aðeins ár eftir af samningi sínum. (Daily Mirror)

West Ham vonast til að tryggja sér þjónustu markvarðarins Jussi Jaaskelainen frá Bolton á næsta sólarhring. (TalkSport)

Brendan Rodgers býr sig undir að fara að eyða peningum hjá Liverpool. Hann horfir til Nicklas Bendtner, Mohamed Diame og Matt Jarvis í þeim efnum. (Caught Offside)

Rio Ferdinand viðurkennir að landsliðsferli sínum gæti verið lokið eftir að Roy Hodgson horfði tvívegis framhjá honum í vali á EM-hópnum. (The Sun)

Hætta er á að meiðsli John Terry muni ágerast í upphafi Evrópumótsins með þeim afleiðingum að hann geti ekki klárað mótið. (Daily Mirror)
EURO 2012 GOSSIP

Meiðsli Bacary Sagna eru það slæm að hann mun pottþétt missa af upphafi næsta tímabils hjá Arsenal (Daily Mirror)

Jose Dominguez hefur áhuga á að gerast knattspyrnustjóri Birmingham. Hann lék með liðinu á síðustu öld en einnig lék hann með Tottenham. (The Sun)

Nýr búningur Juventus mun bera orðin „30 á vellinum" sem vísar til þeirra tveggja meistaratitla sem voru teknir af félaginu. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner