Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   lau 16. júní 2012 17:32
Arnar Þór Ingólfsson
Ólafur Kristjánsson: Gæti kallað yfir mig runu af Twitti
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Þolinmæði er orð sem er oft notað við svona tilefni," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 2-0 sigur liðsins á Grindavík í Pepsi-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Grindavík

Leikurinn í dag var ekki mikið fyrir augað en bæði mörkin komu á síðasta korterinu.

,,Ég er búinn að lesa um hvern leikinn á fætur öðrum þar sem þér og kollegum þínum hafa fundist leikirnir vera hrútleiðinlegir. Nú gæti ég kallað yfir mig runu af all skonar Twitti. Að sjálfsögðu var barátta."

,,Þetta voru tvö lið sem voru neðarlega í deildinni og þá er barátta. Þú ferð ekki úr glansfótbolta í baráttu. Þú ferð úr baráttu og vinnusemi yfir í að spila það sem mönnum finnst skemmtilegur fótbolti."


Varamennirnir Guðmundur Pétursson og Rafn Andri Haraldsson sáu um að skora mörkin í dag.

,,Þeir ráku smiðshöggið á það sem að hinir voru búnir að grafa upp og nýttu sér það. Þetta er eins og þegar þú ert að grafa orma fyrir veiðina þá er ágætt að einhver sé búinn að grafa holuna og svo plokkar þú ormana."

Einungis 456 áhorfendur mættu á leikinn í dag en Ólafur telur að það sé fínt að spila á laugardögum.

,,Mér finnst þeir vera frábærir. Byrja daginn snemma, hreyfa sig, róta aðeins í moldinni og koma síðan á völlinn," sagði Ólafur.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner