Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. júní 2012 20:22
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Heimasíða Liverpool 
Fyrrum leikmaður Liverpool látinn eftir baráttu við krabbamein
Miki Roque
Miki Roque
Mynd: Getty Images
Miki Roque, fyrrum leikmaður Liverpool á Englandi, er látinn aðeins 23 ára að aldri eftir harða baráttu við krabbamein.

Þetta kom fram á heimasíðu félagsins nú rétt í þessu, en Roque greindist með krabbamein í mars á síðasta ári.

Rafael Benitez, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, fékk Roque til félagsins árið 2005, en hann var hjá félaginu til 2009. Hann lék einn leik með liðinu er hann kom inn á fyrir Xabi Alonso gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu árið 2006.

Roque fór þaðan til Real Betis, þar sem hann lék með varaliðinu til 2010 áður en hann var tekinn inn í aðalliðið. Honum hafði vegnað vel þar áður en hann greindist með krabbamein í mars 2011.

Hann lést svo í dag, aðeins 23 ára gamall, en knattspyrnufélagið sendir samúðarkveðjur til fjölskyldu leikmannsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner