Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Halli Hróðmars:Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Viðtal við Alla Jóa
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Viðtal við Sigga Höskulds
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
   fös 29. júní 2012 23:09
Arnar Daði Arnarsson
Andri Marteins segir Kristjáni Ómari að hætta vælinu
Andri Marteinsson.
Andri Marteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Marteinsson þjálfari ÍR var í viðtali við Fótbolta.net eftir 2 - 1 tap gegn sínum gömlu mönnum í Haukum í 1. deildinni í kvöld og skaut létt Kristján Ómar Björnsson fyrrverandi leikmann sinn í Haukum.

,,Ég verð að viðurkenna að það er fínt að hafa Kristján Ómar í sínu liði en þegar hann byrjar á þessu í leiknum að fiska aukaspyrnur og jafnvel gul spjöld og annað þá verð ég að viðurkenna að það fór í taugarnar á mér og ég lét í mér heyra. Það er bara hluti af leiknum. Það er hiti. Þetta hefur ekkert með persónuna að gera og bara á meðan leiknum stendur. Kristján Ómar, ef þú ert að horfa á þetta, þú verður aðeins að fara að taka til þegar leikir eru, standa þig eins og maður og hætta þessu væli."

Nánar er rætt við Andra í sjónvarpinu hérn að ofan þar sem hann tjáir sig um leikinn og að hann ruglaðist um klefa þegar hann kom fyrst á Ásvelli í kvöld.

,,Ég kom á eftir leikmönnum aðeins og byrjaði að ganga í austur í stað vestur en var góðlátlega bent á að útiliðið væri fyrir vestan. Það var upplifun að koma hérna í kvöld og frábært og vel tekið á móti manni."
Athugasemdir
banner