Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Halli Hróðmars:Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Viðtal við Alla Jóa
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Viðtal við Sigga Höskulds
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
   fös 29. júní 2012 23:16
Arnar Daði Arnarsson
Maggi Palli: Fann að þetta átti að vera kvöldið mitt
Magnús Páll var á skotskónum í kvöld.
Magnús Páll var á skotskónum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Páll Gunnarsson framherji Hauka skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 heimasigri á ÍR í kvöld. Fyrir leikinn hafði Magnús skorað eitt mark og því voru þetta kærkomin mörk fyrir hann sem og Haukaliðið.

,,Þetta var mikill vinnusigur. Við vorum þéttir og spiluðum fínan bolta og yfir heildina var þetta okkar besti leikur í mótinu og við ætlum að byggja ofan á þetta," sagði Magnús Páll sem viðurkennir að Haukarnir hafi fengið kjaftshögg í byrjun seinni hálfleiks er ÍR-ingar jöfnuðu á 47.mínútu,

,,Það var kjaftshögg, við ætluðum auðvitað ekki að byrja seinni hálfleikinn svona en ég var ánægður hvernig menn rifu sig upp og sýndu sitt rétta andlit fljótlega í kjölfarið."

Magnús Páll skoraði síðast í fyrstu umferðinni gegn Tindastól í uppbótartíma og var því búinn að bíða lengi eftir að skora aftur,

,,Ég var búinn að bíða eftir þessum mörkum. Ég var í banni í síðasta leik, eftir fjögur gul og sem sóknarmaður er það ekkert sérstakt en ég fann að þetta átti að vera kvöldið mitt og ég ætlaði að nýta það," sagði Magnús Páll sem gerði það svo sannarlega.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner