Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
banner
   mán 02. júlí 2012 21:46
Magnús Már Einarsson
Óli Kristjáns: Verður erfitt fyrir Sigmar og okkur að sofna
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Miðað við færi og spilamennsku vildi ég fá meira, ég vildi fá þrjú stig," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Fylki í Árbænum í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 Breiðablik

Jóhann Þórhallsson skoraði jöfnunarmark Fylkis eftir að Sigmar Ingi Sigurðarson náði ekki að halda langskoti sem Davíð Þór Ásbjörnsson átti.

,,Það er alltaf vont að horfa á eftir stigum og það er bara þannig ef þú ert markvörður eða varnarmaður þá kostar það, það er dýrt. Það verða varnarmenn og markmenn að lifa við. Það verður erfitt fyrir Sigmar og okkur að sofna en við vöknum hressir á morgun," sagði Ólafur sem vildi sjá Sigmar slá skot Davíðs til hliðar.

,,Hann á að slá hann í burtu. Þetta er erfiður bolti að grípa og mér fannst hann eiga að slá hann. Sigmar veit manna best sjálfur að hann gerði mistök og það þarf ekkert að nudda honum upp úr því."

Sigmar stóð í marki Breiðabliks í dag þar sem Ingvar Þór Kale fékk rauða spjaldið undir lokin í bikarleiknum gegn KR í síðustu viku.

,,Það sem mér finnst biturt er að við missum þann markmann sem var búinn að leika í markinu út af með rautt spjald í síðasta leik. Það var ekkert við þá ákvörðun dómarans að athuga þegar það skeði í leiknum því hann metur það svo að leikmaðurinn eigi að fá rautt spjald. Eftir á þegar við sjáum að það var rangur dómur þá finnst mér refsingin ansi hörð bæði fyrir leikmann og lið þegar þú getur ekki notað leikmann sem var ranglega vikið af leikvelli."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner