Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 07. júlí 2012 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Sky 
Joe Cole: Ætla ekki að fara héðan án þess að ná árangri
Joe Cole
Joe Cole
Mynd: Getty Images
Joe Cole, leikmaður Liverpool á Englandi, segist ekki vilja yfirgefa félagið fyrr en honum tekst að sanna sig.

Cole samdi við Liverpool sumarið 2010, en hann kom þá á frjálsri sölu eftir að hafa spilað með Chelsea og West Ham þar áður. Honum gekk illa að finna sig hjá Liverpool og var sumarið eftir lánaður til Lille í Frakklandi.

Hann stóð sig vel hjá Lille, en hann er nú kominn aftur í herbúðir Liverpool. Hann segist ekki ætla sér að yfirgefa félagið fyrr en honum tekst að ná einhverjum árangri þar sem leikmaður.

,,Ég vil ekki yfirgefa Liverpool án þess að hafa náð einhverjum árangri eða án þess að skilja eitthvað eftir mig. Ég vil stimpla mig hjá klúbbnum. Mér tókst það hjá West Ham, Chelsea og Lille og ég vil ekki segja við fólk að það hafi ekki tekist hér," sagði Cole.

,,Ég væri til í að fá tækifærið til þess að spila, læra og bæta mig. Þetta er frábær hópur og ég vil vera partur af honum til þess að færa liðið upp á við," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner