Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 07. júlí 2012 18:22
Brynjar Ingi Erluson
Eysteinn Húni: Sturtuðum 45 mínútum af ferlinum niður klósettið
Mynd: Fótbolti.net - Davíð Örn Óskarsson
,,Það er lítið að segja. Það sem ég sagði við strákanna inni í klefa, er það að við höfum tekið þarna 45 mínútur af okkar fótboltaferli og sturtað þeim í klósettið," sagði Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Hattar eftir 6-2 tap gegn Tindastól í dag.

Lestu um leikinn: Tindastóll 6 -  2 Höttur

,,Það segir allt það sem segja þarf um fyrri hálfleikinn. Við létum þá líta út eins og Manchester United í þeim fyrri hálfleik og þeir eru með fínt lið ef þeim er leyft að gera það sem þeim langar til, eins og flest önnur lið."

,,Ég held að menn eigi nú alveg að geta brett upp ermarnar og reimað skóna, sama hver það er sem stendur við hliðina á þeim, en mér fannst okkar markvörður bara standa sig eins og allir aðrir á vellinum í okkar liði. Það væri fáránlegt að segja að þetta sé út af einum manni."

,,Það þýðir ekkert að vera að pæla í því hvort Ryan verði áfram eða ekki. Við erum á ákveðnum punkti með það mál og það er úr okkar höndum eins og er. Við eigum bara að hugsa um það sem við getum ráðið við."

,,Þetta er í fyrsta skiptið í sumar sem mér fannst liðið virkilega lélegt þannig að kannski er það eðlilegt að við séum ekki með fulla baráttu í öllum leikjum."

,,Ef að þetta verður svona áfram þá förum við kannski að athuga hvort við eigum að taka einhverja útlendinga eða annað slíkt, en ég hef trú á því sem við erum að gera þótt við höfum fengið stóran skell hér í dag, þá hef ég trú á þessum strákum. Við skoðum þetta bara, við erum að skoða ýmislegt, en það verða að vera menn sem eru betri en við þegar eigum og þeir verða ða vera tilbúnir að koma fyrir ekki neitt,"
sagði hann að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner