Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 12. júlí 2012 23:59
Elvar Geir Magnússon
3. deild: Markvörður Grundarfjarðar skoraði átta mörk
Snæfell með markatöluna 0-124 eftir níu leiki
ÍH vann gríðarlega mikilvægan sigur á KB.
ÍH vann gríðarlega mikilvægan sigur á KB.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ekkert var skorað hjá Drangey og Magna.
Ekkert var skorað hjá Drangey og Magna.
Mynd: Valgeir Kárason
Ingólfur Örn, markvörður Grundarfjarðar, fékk að spila sem sóknarmaður og skoraði átta!
Ingólfur Örn, markvörður Grundarfjarðar, fékk að spila sem sóknarmaður og skoraði átta!
Mynd: Fótbolti.net - Helgi Óttarr Hafsteinsson
Hörður Snævar skoraði sigurmark Augnabliks og reif sig úr að ofan. Fékk rautt stuttu síðar.
Hörður Snævar skoraði sigurmark Augnabliks og reif sig úr að ofan. Fékk rautt stuttu síðar.
Mynd: Fótbolti.net - Anton Ari Einarsson
Það var mikið fjör í leikjum kvöldsins í þriðju deildinni. Ekki síst á Grundarfirði þar sem heimamenn skoruðu nítján mörk á móti Snæfelli.

A-riðill:
Árborg reyndist léttur andstæðingur fyrir Létti í eina leik A-riðils. Breiðholtsliðið Léttir vann 5-0 sigur og sigldi sigrinum í höfn þrátt fyrir að leika manni færri í um hálftíma. Léttir er sem stendur í 2. sæti með 16 stig líkt og Berserkir og KFS sem eru í sætunum fyrir neðan en eiga bæði leik inn.

Árborg 0 - 5 Léttir
0-1 Haukur Már Ólafsson ('16)
0-2 Sigurður Þór Arnarson ('32)
0-3 Haukur Már Ólafsson ('36)
0-4 Sigurður Þór Arnarson ('41)
0-5 Haukur Már Ólafsson ('48)
Rautt spjald: Tinni Kári Jóhannesson, Létti ('63)

B-riðill:
Heil umferð var leikin í B-riðli. Mikil spenna er í riðlinum og virðist ætla stefna í hörkuspennandi seinni umferð um efstu sætin. Staðan er nú þannig að Magni er í efsta sæti með 19 stig, ÍH í öðru með 16, Ýmir í þriðja með 15, KB 13, Drangey 12, KFG 11, SR 9 og Afríka 5.

ÍH 3 - 1 KB
1-0 Hilmar Ástþórsson ('21)
2-0 Eiríkur Viljar Kúld ('25)
2-1 Stefán Ingi Gunnarsson ('70)
3-1 Markaskorara vantar ('93)

Ýmir 5 - 3 KFG
1-0 Sigurður Víðisson ('5)
2-0 Torfi Geir Hilmarsson (víti '19)
3-0 Torfi Geir Hilmarsson ('45)
3-1 Bjarni Pálmason ('50)
3-2 Brynjar Sverrisson ('74)
3-3 Daði Kristjánsson ('80)
4-3 Guðjón Þór Ólafsson ('85)
5-3 Úlfar Freyr Jóhannsson ('86)
Rautt spjald: Halldór Ragnar Emilsson, KFG ('86)

Drangey 0 - 0 Magni

Afríka 2 - 6 SR
Mörk SR: Brynjólfur Bjarnason 2, Davíð Logi Gunnarsson, Viggó Pétur Pétursson og Jón Hafsteinn Jóhannsson (víti) Hörður Jens Guðmundsson.
*Afríka lauk leiknum níu vegna tveggja rauðra spjalda.

C-riðill:
Topplið Víðs vann öruggan sigur á Hvíta Riddaranum. Víðir er með 21 stig en Kári sem vann Þrótt Vogum er í öðru sæti með 18. Grundarfjörður hefur 12, Hvíti 11 og Þróttur 10.

Snæfell er á botninum án stiga en liðið hefur nú markatöluna 0-124 eftir aðeins níu leiki! Liðið tapaði 19-0 í grannaslag gegn Grundarfirði. Ingólfur Örn Kristjánsson skoraði átta mörk í leiknum en hann er markvörður Grundarfjarðar en spilaði sem útispilari í þessum leik.

Kári 3 - 2 Þróttur Vogum
Mörk Kára: Salvar Georgsson, Ísleifur Örn Guðmundsson og Sigurjón Guðmundsson.

Víðir 4 - 0 Hvíti Riddarinn
1-0 Róbert Örn Ólafsson
2-0 Einar Karl Vilhjálmsson
3-0 Róbert Örn Ólafsson
4-0 Tómas Pálmason

Grundarfjörður 19 - 0 Snæfell
1-0 Ingólfur Örn Kristjánsson
2-0 Heimir Þór Ásgeirsson
3-0 Heimir Þór Ásgeirsson
4-0 Ingólfur Örn Kristjánsson
5-0 Ingólfur Örn Kristjánsson
6-0 Heimir Þór Ásgeirsson
7-0 Sindri Guðbrandur Sigurðsson
8-0 Ingólfur Örn Kristjánsson
9-0 Heimir Þór Ásgeirsson
10-0 Ingólfur Örn Kristjánsson
11-0 Sindri Guðbrandur Sigurðsson
12-0 Predrag Milosavljevic
13-0 Runólfur Jóhann Kristjánsson
14-0 Ingólfur Örn Kristjánsson
15-0 Heimir Þór Ásgeirsson
16-0 Heimir Þór Ásgeirsson
17-0 Predrag Milosavljevic
18-0 Sindri Kristjánsson
19-0 Ingólfur Örn Kristjánsson

D-riðill:
Það er hörku spenna í D-riðlinum og hafa flest liðin verið að rífa stig af hvort öðru nema Huginn sem er að stinga af. 4-5 lið ætla að berjast um 2. og 3.sætið en Augnablik stendur vel að vígi eftir mikilvægan sigur í toppbaráttu D-riðils með sigurmarki undir lokin. Aðrir leikir umferðarinnar verða leiknir um helgina.

KH 1 - 2 Augnablik
Hörður Snævar Jónsson, einnig þekktur sem ritstjóri vefsíðunnar 4-3-3, skoraði sigurmark Augnabliks gegn KH undir lok leiksins og fékk áminningu fyrir að fagna óhóflega og rífa sig úr að ofan. Stuttu seinna fékk hann annað gult spjald og þar með rautt.

Björninn 0 - 2 Álftanes
0-1 Guðbjörn Alexander Sæmundsson (víti)
0-2 Pétur Ásbjörn Sæmundsson

Það voru bræður sem skoruðu mörk Álftaness í leiknum en Bjarnar menn náðu að skora mark í millitíðinni sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Gestirnir voru sterkari og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk. Heimamenn pressuðu stíft í lokin en náðu ekki að skapa sér færi.
Athugasemdir
banner
banner
banner