Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 16. júlí 2012 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
Listi yfir bestu leikmenn Evrópu kynntur - Les Davies á listanum
Mynd: Getty Images
Leslie Davies er 27 ára gamall velskur miðjumaður sem spilar yfirleitt á kantinum hjá Bangor City í Wales.

Fyrir stuttu var tilkynnt lista yfir þá 32 leikmenn sem koma til greina í valinu fyrir besta knattspyrnumann Evrópu árið 2012.

Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og fleiri stórstjörnur eru á þessum lista, en allir á listanum eru atvinnuknattspyrnumenn nema einn, Leslie Davies.

Einn fyrirfram ákveðinn blaðamaður frá hverju landi sem er partur af evrópska knattspyrnusambandinu á að nefna fimm leikmenn sem geta komist á þennan lista. Talið er líklegt að velski blaðamaðurinn hafi komið Davies á listann.

,,Þetta er það síðasta sem ég bjóst við," sagði Davies þegar hann var spurður út í málið af breska miðlinum BBC.

Davies er að hluta til atvinnumaður í knattspyrnu en á sér þó aðra atvinnu. Það verður ákveðið sigurvegara þann 30. ágúst í Mónakó.

Listinn:
Aguero (Manchester City), Xabi Alonso (Real Madrid), Balotelli (Manchester City), Blaszczykowski (Borussia Dortmund), Buffon (Juventus), Casillas (Real Madrid), Cech (Chelsea), Coentrao (Real Madrid), Davies (Bangor City), Drogba (Shanghai Shenhua), Fabregas (Barcelona), Falcao (Atletico Madrid), Hart (Manchester City), Ibrahimovic (AC Milan), Iniesta (Barcelona), Kagawa (Manchester Utd), Kompany (Manchester City), Lampard (Chelsea), Messi (Barcelona), Modric (Tottenham), Ozil (Real Madrid), Pepe (Real Madrid), Pirlo (Juventus), Ramos (Real Madrid), Raul (Al-Sadd Sports Club), Ronaldo (Real Madrid), Rooney (Manchester Utd), Silva (Manchester City), Torres (Chelsea), Y Toure (Manchester City), van Persie (Arsenal), Xavi (Barcelona).
Athugasemdir
banner
banner