Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 21. júlí 2012 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Harry Kewell að snúa aftur í enska boltann
Mynd: Getty Images
Harry Kewell, fyrrum kantmaður Leeds United og Liverpool, er að snúa aftur í enska boltann og segist vera í viðræðum við þrjú félög eins og er.

Kewell er 33 ára gamall Ástrali sem hætti að spila fyrir Melbourne Victory í heimalandinu til að flytja aftur til Englands þar sem tengdamóðir hans er alvarlega veik.

Swindon Town, Blackburn Rovers og Middlesbrough eru félögin sem eru talin vera á eftir Kewell og segir Harry að allt sé að ganga vel.

,,Ég hef fengið jákvæð svör og allt gengur vel, ég þarf bara að sýna þolinmæði," sagði Kewell við AAP.

,,Eins og staðan er núna þá erum við bara að spjalla, í óformlegum viðræðum. Við þurfum bara að útkljá nokkur atriði en ég er opinn fyrir öllum hugmyndum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner