Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   mán 23. júlí 2012 21:42
Hafliði Breiðfjörð
Óli Kristjáns: Gríðarlega ósáttur við rauða spjaldið
Ólafur H. Kristjánsson.
Ólafur H. Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari Breiðabliks sagði eftir 1-1 jafntefli við ÍA á Akranesi í kvöld að hann hafi verið ósáttur við aðdragandann að vítaspyrnunni sem ÍA skoraði jöfnunarmarkið úr í uppbótartíma.

,,Leikurinn var járn í járn, svolítið lokaður lengst um en mér fannst ganga ágætlega upp að setja svona léttari og sprækari menn inná þegar leið á leikinn," sagði Ólafur við Fótbolta.net eftir leik.

,,Það gaf okkur mark. Mjög gott mark, virkilega vel gert hjá Árna hvernig hann fór á manninn í teignum og setti hann á nær hornið. Þá fannst mér að við ættum að loka þessum leik en þá hófst óskapleg dramatík undir restina sem ég ætla að leyfa mér að kíkja betur á til að vera dómbær á hvað gerðist."

,,Ég er ósáttur við adraganda vítaspyrnunnar og vítaspyrnudómsins. Hvað gerðist inni í teignum er ég ekki dómbær á því það sá ég ekki nógu vel."

,,Svo er ég gríðarlega ósáttur við að Sverri sé sýnt rauða spjaldið undir restina. Leikmaður Breiðabliks tekur boltann og er að fara með hann upp völlinn til að koma honum á miðlínuna og þá ráðast Skagamenn á hann og vilja fá boltann til að koma honum upp, og teasa hann, sem endar í því að dómarinn metur það svo að það sé gult spjald og svo rautt á Sverri. Það fannst mér miður. Ég veit ekki hvort það var ætlun hjá þeim að fá dómarann í eitthvað en menn eiga að fá púlsinn ná niður fyrir 160 og lesa hvað er að gerast og biðja skagamennina vinsamlegast um að leyfa leikmönnum að koma boltanum á miðlínu."


En hvað var að pirra hann í aðdragandanum að vítinu?

,,Hvernig við vörðumst og töpum návígum á miðsvæðinu sem færa boltann upp í hornið. Svo viljum við meina að við höfum átt innkastið en ekki skaginn sem vítaspyrnan kemur uppúr. En sitt sínist hverjum."

Nánar er rætt við Ólaf í sjónvarpinu að ofan en þar ræðir hann orðróm þess efnis að Árni Vilhjálmsson framherji Breiðabliks verði lánaður frá félaginu en gefur ekki endanlegt svar um hvort hann fari eða ekki.
Athugasemdir
banner