Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. júlí 2012 11:38
Elvar Geir Magnússon
Formaður Vals: Ekki að fara að gera þjálfarabreytingar
Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum í brekku en erum á leið upp brekkuna," segir Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, en þjálfaramál félagsins hafa verið til umræðu á spjallborði heimasíðu Vals.

Stuðningsmenn Vals eru ósáttir við slæm úrslit að undanförnu og komin upp umræða um hugsanlega kosti í þjálfarastólinn í stað Kristjáns Guðmundssonar.

Börkur segist ekki hafa skoðað spjallið og sín tilfinning sé sú að umræða þessa hóps endurspegli ekki skoðanir flestra Valsmanna. Ánægja sé með störf þjálfarateymisins.

„Við rekum félagið ekki eftir einhverjum spjallborðum. Við höfum trú á okkar þjálfurum og stöndum við bakið á þeim," segir Börkur.

Valsliðið er í níunda sæti en sjö stig eru niður í fallsæti. Á sunnudag leikur liðið gegn Selfossi á útivelli en þjálfaramál Selfyssinga hafa einnig verið í umræðunni.

Smelltu hér til að fara á spjallborðið
Athugasemdir
banner
banner
banner