Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 27. júlí 2012 22:58
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Byasen 
Markus Hermo í Selfoss - Ellefti útlendingurinn (Staðfest)
Fimmti Norðmaðurinn í herbúðum Selfoss
Markus Hermo í æfingagalla Selfoss á skotæfingu í dag.
Markus Hermo í æfingagalla Selfoss á skotæfingu í dag.
Mynd: Twitter
Selfoss hefur fengið til sín leikmann frá Noregi sem heitir Markus Hermo en hann er kominn með leikheimild með liðinu og gæti því spilað gegn Val á sunnudaginn.

Hermo er tvítugur vinstri bakvörður sem var áður hjá Rosenborg í Noregi eins og Ivar Skjerve verðandi liðsfélagi hans hjá liði Selfoss. Hann kemur frá liði Byåsen í Þrándheimi.

,,Ég veit bara að Selfoss komst í efstu deild á Íslandi í fyrra og að Selfoss er lítill bær með svipað marga íbúa og Röros. Þar fyrir utan veit ég ekki mikið," sagði Hermo um sitt nýja lið en aðspurður um væntingarnar á Íslandi sagði hann.

,,Eitt er að ég mun geta lifað af því að spila bara fótbolta, en þetta verður alveg ný reynsla fyrir mér sem ég get nýtt mér síðar. Mér hefur líka verið sagt að það séu flottar dömur þarna."

Hann verður fimmti Norðmaðurinn í herbúðum Selfoss. Fyrir eru Endre Ove Brenne, Ivar Skjerve, Jon André Röyrane og Robert Johann Sandnes en félagið hætti við að fá Martin Haanes. Um leið hefur Selfoss náð að fylla heilt byrjunarlið af útlendingum í sumar því hann verður ellefti erlendi leikmaðurinn til að spila með liði Selfoss í sumar.

Hermo er annar leikmaðurinn sem fréttir berast af að Selfoss sé að fá til liðs við sig í dag því Hafþór Þrastarson miðvörður FH staðfesti við Fótbolta.net í dag að hann muni væntanlega verða lánaður þangað og spilar með gegn Val á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner