Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 31. júlí 2012 23:53
Magnús Már Einarsson
Rafn Markús í Keflavík - Ísak í Njarðvík (Staðfest)
Rafn Markús Vilbergsson.
Rafn Markús Vilbergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Keflavík hefur fengið Rafn Markús Vilbergsson til liðs við sig frá Njarðvík en í staðinn hafa Njarðvíkingar fengið sóknarmanninn Ísak Örn Þórðarson á láni frá Keflavík út tímabilið.

Fyrr í kvöld fengu Keflvíkingar einnig framherjann Hörð Sveinsson í sínar raðir frá Val.

Rafn, sem er 29 ára, getur leikið flestar stöður á vellinum en hann hefur spilað með Njarðvík frá því árið 2004 þegar hann kom til félagsins frá Víði Garði.

Í sumar hefur Rafn Markús skorað fjögur mörk í þrettán deildar og bikarleikjum með Njarðvíkingum.

Ísak Örn er uppalinn Njarðvíkingur en hann gekk til liðs við Keflvíkinga árið 2010.

Í fyrra var Ísak í láni hjá Haukum hluta af tímabilinu en í sumar hefur hann komið við sögu í tveimur leikjum í Pepsi-deildinni.

Njarðvíkingar hafa einnig fengið varnarmanninn Austin Mcintosh frá Reyni Sandgerði og kantmanninn Harald Axel Einarsson frá Þrótti Vogum fyrir lokasprettinn í annarri deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner