Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. ágúst 2012 21:30
Daníel Freyr Jónsson
Forráðamenn Fiorentina brjálaðir út í Berbatov
Búlgarinn mun fara til Fulham.
Mynd: Getty Images
Framherjinn Dimitar Berbatov hefur nú óvænt komist að samkomulagi við Fulham og mun ganga í raðir félagsins.

Þetta er viðsnúningur frá því sem búist var við fyrr í dag, en greint var þá frá því að Búlgarinn væri á leið til Flórens þar sem hann hefði tekið samningstilboði Fiorentina.

Síðar barst það út að framherjinn hefði snúist hugur og aldrei skilað sér til Flórens. Berbatov hefði í stað þess snúið við og farið til Munchen. Þar biðu hans forráðamenn Juventus og voru við það að komast að samkomulagi við hann.

Nú í kvöld lítur hinsvegar út fyrir að sögunni sé að ljúka, en ítalskir og enskir fjölmiðlar segja nú að hann sé búinn að samþykkja að ganga til liðs við Fulham.

Forráðamenn Fiorentina eru langt frá því að vera sáttir með framferði Berbatov, sem og Fulham og Juventus sem þeir kenna um að hafa skemmt samninginn fyrir sér. 

Nú í kvöld gaf Fiorentina út yfirlýsingu þar sem Fulham og Juventus eru gagnrýnd fyrir sinn þátt í málinu, auk þess sem Berbatov fær mikla og harða útreið frá félaginu.

,,Í dag gaf Manchester United leikmanninum leyfi til að fljúga til Flórense til að gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning. Hann fór í flugið ásamt umboðsmanni sínum, greitt af Fiorentina. Berbatov skilaði sér aldrei til Flórens," stendur í harðorði yfirlýsingu.

,,Það var vegna ósanngjarnar og hræsnarlegrar framkomu beggja félaga (Juventus og Fulham), sem á ekkert skilt við sanngjarna og íþróttamannslega framkomu."

,,Og að leikmanninum sjálfum; fyrir utan einkenni hans og hæfni á vellinum, þá er hann ekki þess virði að koma til Fiorentina. Hann á ekki skilið borgina okkar, að klæðast treyjunni eða þau gildi sem hún stendur fyrir."
Athugasemdir
banner
banner