Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. september 2012 11:00
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið vikunnar í Meistaradeildinni
Francisco Alarcon, betur þekktur sem Isco, átti magnaðan leik fyrir Malaga gegn Zenit frá Pétursborg og er leikmaður fyrstu umferðar.
Francisco Alarcon, betur þekktur sem Isco, átti magnaðan leik fyrir Malaga gegn Zenit frá Pétursborg og er leikmaður fyrstu umferðar.
Mynd: Getty Images
Tímaritið Shoot hefur valið úrvalslið fyrstu umferðar í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og má sjá það hér að neðan.

Markvörður:

Silvio Proto (Anderlecht)
Belgíski markvörðurinn átti stórleik á San Siro og hélt hreinu.

Varnarmenn:

Kelvin Wilson (Celtic)
Var sem klettur í vörn Celtic gegn erfiðu liði Benfica.

Otamendi (Porto)
Porto vann þægilegan sigur gegn Dinamo Zagreb þar sem Otamendi gerði engin mistök.

Marcelo (Real Madrid)
Ógnaði stöðugt á vinstri vængnum og skoraði glæsilegt mark gegn Manchester City.

Thiago Silva (PSG)
Var erfiður viðureignar í vörninni og kórónaði frammistöðuna með því að skora.

Miðjumenn:

Michael Carrick (Manchester United)
Gaf ekki feilsendingu og skoraði sigurmarkið.

Oscar (Chelsea)
Di Matteo gat ekki beðið um meira frá nýliðanum. Skoraði tvö glæsileg mörk.

Javier Pastore (PSG)
Lék fyrir aftan Zlatan Ibrahimovic og skoraði fjórða mark franska liðsins.

Sóknarmenn:

Cristiano Ronaldo (Real Madrid)
Var flottur gegn City og skoraði sigurmarkið þrátt fyrir að vera leiður.

Lionel Messi (Barcelona)
Börsungar voru langt frá sínu besta gegn Spartak Moskvu en þá kom Messi til bjargar.

Isco (Malaga)
Maður fyrstu umferðar. Skoraði tvö mörk í sigri Malaga.
Athugasemdir
banner