Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 22. september 2012 11:00
Tómas Meyer
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Einn er að gleymast
Tómas Meyer
Tómas Meyer
 Þegar Kristinn fer í gang fara Blikar í gang.
Þegar Kristinn fer í gang fara Blikar í gang.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Undanfarið hefur sú umræða verið í gangi, eins og reyndar gerist á þessum tímapunkti ár hvert, um hver verði valinn besti og hver verði valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar.

Hvað varðar þann besta þá kemur hann líkast til úr meistaraliði FH. Menn eins og Freyr Bjarnason, Atli Guðnason eða Guðjón Árni Antoníusson koma upp í hugann. Bakvörðurinn Guðjón hefur átt frábært tímabil, verið góður í vörn og sókn.

En það sem hefur vakið athygli mina er að þegar kemur að þeim efnilegasta þá hefur ekki sá leikmaður sem ég mundi gefa mitt atkvæði komið inn í umræðuna.

Leikmenn eins og Jón Daði Böðvarsson, Björn Daníel Sverrisson, Alexander Scholz og Rúnar Már Sigurjónsson hafa oft verið nefndir á nafn í þessari umræðu en aldrei sá sem ég mundi vilja sjá sem þann efnilegasta er Kristinn Jónsson, leikmaður Breiðabliks.

Getur verið að ástæðan fyrir því að hann sé ekki inni í þessum pakka sú að hann er að spila sitt sjötta tímabil með meistaraflokki? Hann er fæddur 1990 þannig að hann gerir svo sannarlega tilkall til þessara viðurkenningu.

Hann hefur verið jafnbesti leikmaður Breiðabliks í sumar og stigið upp og farið fyrir sínum mönnum. Hann hefur sýnt gríðarlegar framfarir, er virkilega skemmtilegur og góður leikmaður sem gaman er að fylgjast með.

Þegar hann fer í gang fara Blikar í gang, þannig er það bara.

Ég hef ekki rétt til að taka þátt í þessu vali. Þau nöfn sem eru hér fyrir ofan koma vissulega öll til greina og hafa þessir strákar staðið sig frábærlega. En Kristinn Jónsson er efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2012 að mínu mati.
Athugasemdir
banner
banner
banner