Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. september 2012 19:00
Sebastían Sævarsson Meyer
Tony Pulis brjálaður yfir tæklingu David Luiz
Mynd: Getty Images
Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke City, er hundóánægður með Michael Oliver, dómara leiksins gegn Chelsea í dag, fyrir að reka David Luiz ekki af velli fyrir ljótt brot á Jonathan Walters.

Luiz slapp með gult spjald fyrir tveggja fóta tæklinu á Walters í uppbótartíma leiksins en Pulis hefði viljað sjá rauða spjaldið fara á loft.

,,Þetta var hræðileg tækling. Það er búist við að dómari í ensku úrvalsdeildinni geti tekist á við þetta. Þetta var mjög, mjög slæm tækling," sagði Pulis.

Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri Chelsea, var hins vegar feginn að halda leikmanni sínum á vellinum.

,,Þetta var sterk tækling, sem betur fer hitti hún hann ekki 100% en dómarinn tók ákvörðunina og við samþykjum hana," sagði Di Matteo.
Athugasemdir
banner
banner
banner