Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. október 2012 14:06
Elvar Geir Magnússon
Landsliðið gegn Albaníu og Sviss - Aron Jó valinn
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen tekur út leikbann í Albaníu.
Sölvi Geir Ottesen tekur út leikbann í Albaníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meðfylgjandi er landsliðshópur A karla sem valinn hefur verið fyrir leiki gegn Albaníu og Sviss nú í október í undankeppni HM.

Ísland heimsækir Albaníu föstudaginn 12. október og leikur svo gegn Sviss þann 16. október á Laugardalsvelli.

Lars velur 22 leikmenn í hópinn og þar af eru tveir sem ekki hafa leikið A landsleik áður, Haraldur Björnsson og Aron Jóhannsson. Aron hefur farið hamförum í markaskorun með AGF í Danmörku.

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í hópnum þrátt fyrir að hafa fundið sér lið og þá er Björn Bergmann Sigurðarson heldur ekki í hópnum.

Sölvi Geir Ottesen tekur út leikbann í leiknum gegn Albaníu en verður til taks gegn Sviss. Indriði Sigurðsson er meiddur en Hólmar Örn Eyjólfsson er í hópnum.

Markverðir:
Gunnleifur Gunnleifsson - FH
Hannes Þór Halldórsson - KR
Haraldur Björnsson - Sarpsborg

Varnarmenn:
Grétar Rafn Steinsson - Kayserispor
Birkir Már Sævarsson - Brann
Kári Árnason - Rotherham
Ragnar Sigurðsson - FC Kaupmannahöfn
Bjarni Ólafur Eiríksson - Stabæk
Sölvi Geir Ottesen Jónsson - FC Kaupmannahöfn
Ari Freyr Skúlason - Sundsvall
Hólmar Örn Eyjólfsson - Bochum

Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson (f) - Cardiff
Emil Hallfreðsson - Hellas Verona
Helgi Valur Daníelsson - AIK
Jóhann Berg Guðmundsson - AZ Alkmaar
Rúrik Gíslason - FC Kaupmannahöfn
Eggert Gunnþór Jónsson - Wolves
Birkir Bjarnason - Pescara
Gylfi Þór Sigurðsson - Tottenham

Sóknarmenn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson - Norrköping
Alfreð Finnbogason - Heerenveen
Aron Jóhannsson - AGF

*Sölvi Geir er í leikbanni gegn Albaníu.

Ísland og Albanía hafa mæst þrisvar sinnum hjá A landsliðum karla, fyrst árið 1990 þar sem Íslendingar höfðu betur. Í hinum tveimur viðureignunum hafa Albanir farið með sigur af hólmi, árið 1991 og 2004.

Gegn Sviss hafa leikirnir verið fjórir talsins og hafa Svisslendingar unnið þá alla og Íslendingum aðeins tekist að skora eitt mark í þessum leikjum.

Sviss hefur byrjað undankeppnina vel og sigrað í báðum sínum leikjum, nú síðast lögðu þeir Albani á heimavelli 2 – 0. Albanir hafa, líkt og Íslendingar, þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina en sigurleikur þeirra kom á heimavelli gegn Kýpur, 3 – 1. Svisslendingar sitja í 15. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, í sætunum á eftir Frökkum og Brasilíumönnum, en Albanía er í 84. sæti listans. Íslendingar eru í 97. sæti styrkleikalista FIFA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner