Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. október 2012 22:00
Sebastían Sævarsson Meyer
Mourinho ætlar að græða á Sahin
Nuri Sahin er á láni hjá Liverpool.
Nuri Sahin er á láni hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, telur að lánstími Nuri Sahin hjá Liverpool muni hjálpa spænska stórveldinu til að græða vel á leikmanninum þegar félagið ákveður að selja hann.

Þessi 24 ára tyrkneski miðjumaður verður á láni hjá Liverpool út tímabilið og margir héldu að hann myndi síðan vinna sér sæti í liði Real Madrid þegar hann kæmi til baka en svo virðist sem Mourinho hafi aðrar hugmyndir.

Þrátt fyrir að hafa komið til Real Madrid fyrir rúmu ári síðan frá Borussia Dortmund er Mourinho strax farinn að íhuga sölu á leikmannninum fyrir gott verð, mögulega næsta sumar.

,,Sahin tilheyrir Real Madrid og er á láni hjá Liverpool. Það kostar okkur ekkert þar sem Liverpool greiðir allt," sagði Mourinho.

,,Hann er ungur og spilar í deild sem mun hjálpa honum að vaxa. Einn daginn viljum við selja hann og mun hann fara fyrir mjög gott verð. Við gerðum engin mistök."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner