Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 27. október 2012 16:39
Elvar Geir Magnússon
Sverrir Garðarsson í Fylki (Staðfest)
Sverrir í baráttunni með Haukum í sumar.
Sverrir í baráttunni með Haukum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú rétt í þessu var Sverrir Garðarsson að skrifa undir eins árs samning við Fylki. Sverrir er 28 ára gamall og kemur frá Haukum en hann er gríðarlega sterkur varnarmaður sem hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli á sínum ferli.

Sverrir er uppalinn FH-ingur en fór ungur til Noregs þar sem hann var á mála hjá Molde. Hann kom síðan aftur í FH og var lykilmaður í FH liðinu árin 2003 og 2004 en síðara árið unnu FH-ingar sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil sem var upphafið af gullaldartímabili FH-inga.

Hann lenti í erfiðum meiðslum fyrir tímabilið 2005 og var frá keppni í tvær leiktíðir. Hann sneri svo aftur í lið FH árið 2007 þar sem hann átti frábært sumar og spilaði 17 leiki og vann sér sæti í íslenska landsliðinu þar sem hann spilaði gegn Dönum á Parken.

Sænska liðið Sundsvall keypti hann snemma árs 2008 og spilaði hann 16 deildarleiki með félaginu. Enn og aftur fór hann til FH-inga og spilaði 8 deildarleiki sumarið 2009.

Í maí 2010 var tilkynnt að Sverrir væri hættur knattspyrnuiðkun vegna höfuðmeiðsla.

Um sumarið fór hann síðan að æfa handbolta með FH. Hann tók knattspyrnuskóna aftur upp fyrir sumarið 2011 en hann fékk þá sérútbúinn hjálm. Hann meiddist hins vegar rétt fyrir tímabilið og þurfti að fara í aðgerð á liðþófa og spilaði því ekkert sumarið 2011.

Sverrir gekk í raðir ÍBV síðastliðinn vetur og lék með liðinu í Lengjubikarnum. Hann yfirgaf þó herbúðir Eyjamanna í apríl og gekk til liðs við Hauka í 1. deildinni þar sem hann spilaði 15 leiki í deilidinni á síðustu leiktíð og náði að halda sig þokkalega meiðslafríum.

Enginn efast um hæfni Sverris sem leikmanns og eru Fylkismenn búnir að tryggja sér feykilega öflugan leikmann sem vonandi nær að halda sér heilum og nýtast Fylkisliðinu næsta sumar.

Af vefsíðunni fylkismenn.is
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner