Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   þri 04. desember 2012 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Sports Illustrated 
Sautján landsliðsmenn Erítreu hurfu í Úganda
Mynd: Heimasíða Skallagríms
Lögreglan í Úganda lýsir eftir sautján landsliðsmönnum Erítreu sem flúðu af hótelinu sínu í Úganda rétt fyrir heimflugið. Landslið Erítreu var í Úganda til að taka þátt í svæðisbundnu landsliðamóti.

Landslið Erítreu gisti á hóteli í Kampala og ákvað meirihluti landsliðsins að vera ekkert að taka flugvélina aftur heim og flýja frekar land.

Erítrea vann ekki leik á mótinu þar sem aðeins mið- og austur-afrísk lönd tóku þátt og segir Ibn Senkumbi, talsmaður lögreglunnar í Úganda, að ef leikmennirnir verða fundnir þá verða þeir sendir burt frá Úganda.

Þegar sama mót var haldið árið 2009 í Keníu leitaði allt landsliðið hælis þar í landi en fékk ekki og á Ólympíuleikunum í Lundúnum hurfu nokkrir Ólympíufarar Erítreu.
Athugasemdir
banner
banner