Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mán 28. janúar 2013 14:25
Magnús Már Einarsson
Spænskur markvörður og tveir Lettar á reynslu hjá Víkingi Ó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýliðar Víkings frá Ólafsvík í Pepsi-deildinni eru þessa dagana með þrjá erlenda leikmenn til skoðunar.

Allir leikmennirnir spiluðu með Ólafsvíkingum í 2-0 tapinu gegn Breiðabliki í Fótbolta.net mótinu í gær og þeir verða með liðinu gegn Stjörnunni um næstu helgi.

Um er að ræða spænska markvörðinn Gerardo Rubio sem gæti veitt Einari Hjörleifssyni samkeppni um stöðu í liðinu ef hann gengur í raðir Víkings.

Rubio er 25 ára gamall en hann hefur spilað í neðri deildunum á Spáni undanfarin ár.

Þá eru lettnesku varnarmennirnir Jevgenijs Kazura og Raivis Hscanovics einnig til skoðunar hjá Víkingi.

Kazura er miðvörður en Hscanovics er vinstri bakvörður sem hefur spilað með öllum yngri landsliðum Letta. Hscanovics var einnig á mála hjá Toronto í MLS deildinni árið 2010.
Athugasemdir
banner
banner