mán 25. febrúar 2013 09:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða HK 
Þrír HK-ingar til Austria Lustenau
Helgi Kolviðsson þjálfari Austria Lustenau.
Helgi Kolviðsson þjálfari Austria Lustenau.
Mynd: Getty Images
Beitir Ólafsson og Ásgeir Marteinsson, leikmenn HK, munu 18-22.mars næstkomandi æfa með austurríska félaginu Austria Lustenau. Með þeim í för verður Gunnlaugur Jónsson þjálfari HK.

Helgi Kolviðsson er þjálfari Austria Lustenau en hann var fyrirliði HK frá 1992-1994 áður en hann hélt í atvinnumennsku erlendis.

,,Þetta er frábært tækifæri fyrir leikmennina okkar og sýnir að HK-ingar eiga möguleika á svona ferðum ef þeir standa sig vel á vegum félagsins," sagði Þórir Bergsson formaður meistaraflokksráðs karla á heimasíðu HK.

,,Þá er gott til þess að vita hvað Helgi er tilbúinn til að gera fyrir HK. Á árum áður þegar hann var leikmaður Kärnten í Austurríki tók hann einmitt á móti efnilegum leikmönnum úr 2. flokki HK sem fengu að æfa þar."

Beitir var í haust kjörinn knattspyrnumaður HK 2012 og Ásgeir var valinn knattspyrnumaður 2. flokks á síðasta ári.

Helgi og félagar í Austria Lustenau eru með átta stiga forskot á toppnum í næstefstu deild í Austurríki og liðið stefnir hraðbyri í átt að sæti í úrvalsdeild.
Athugasemdir
banner
banner
banner