Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
   fim 14. mars 2013 23:49
Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn með fimm mörk í þremur leikjum: Er yfirvegaðri
Viðar Örn í leiknum í kvöld.
Viðar Örn í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við vorum arfaslakir í fyrri hálfleik en fínir eftir að þeir skora. Það þurfti að vekja okkur með vatnsgusu," sagði Viðar Örn Kjartansson framherji Fylkis eftir 3-1 sigur á Fjölni í Lengjubikarnum í kvöld.

,,Við vorum fínir eftir það en fram að því vorum við þvílíkt lélegir. En það endaði vel og þetta var sigur og það sýnir karakter."

,,Það voru lélegar 60-65 mínútur, það kemur fyrir. Við erum búnir að vera í erfiðu prógrammi þessa vikuna.Það má fyrirgefa það fyrst við vinnum 3-1."

Viðar Örn byrjar frábærlega með Fylki, var ða spila sinn þriðja leik í kvöld og hefur skorað í þeim öllum, í heildina fimm mörk.

,,Það er gott að geta skorað mörkin en númer eitt að vinna. Ef ég er að skora þá er það frábært líka," sagði Viðar en hvað skilar þessum árangri hans í markaskorun núna?

,,Ég veit það ekki, ég er bara yfirvegaðri. Ég er ekki búinn að breytast mikið. Ég er búinn að æfa jafnmikið, er bara yfirvegaðri, með meira sjálfstraust og hef meiri trú á sjálfum mér."

,,Fylkisliðið spilar öðruvísi en Selfoss spilaði. Það er sótt á fleiri mönnum, og það hjálpar mér. Það eru margir sem þarf að hafa gætur á frammi hjá Fylki, eins og var hjá Selfoss líka, ég á ekki svar við þessu."


Nánar er rætt við Viðar Örn í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner