Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 04. apríl 2013 22:04
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða ÍA 
Ragnar Már til Brighton (Staðfest)
Mynd: Úr einkasafni
Enska félagið Brighton & Hove Albion hefur komist að samkomulagi við ÍA um kaup á Ragnari Má Lárussyni en þetta kemur fram á heimasíðu skagamanna.

Viðræður hafa staðið yfir milli félaganna undanfarin misseri en nú er samkomulag í höfn og mun Ragnar flytjast búferlum til Englands síðar í sumar og leika með unglingaliði félagsins á næsta keppnistímabili.

Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur Ragnar verið einn af lykilmönnum hjá 2. flokki ÍA en leikmaðurinn sem er einungis 15 ára gamall lék til að mynda 15 leiki með öðrum flokki í fyrra og skoraði í þeim 2 mörk.

Ragnar hefur einnig verið fastamaður í U17 ára landsliði karla og mætt reglulega á æfingar með liðinu undanfarin misseri.

,,Það er ánægjuefni að Ragnar Már hafi náð samkomulagi við Brigton & Hove Albion FC eftir að félagið hafi gengið frá sínum málum nú fyrir nokkrum misserum. Það er að sjálfsögðu erfitt að horfa á bak jafn ungum og efnilegum leikmanni og Ragnari Má. En svona er boltinn og ekkert við því að gera," sagði Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins ÍA.

,,Við vonum að Ragnari eigi eftir að ganga vel í Englandi og óskum honum alls hins besta. Ég persónulega hef mikla trú á því að Ragnar eigi eftir að standa sé vel úti, enda efnilegur leikmaður hér á ferðinni en það sem skiptir líka miklu máli er að þarna er toppstrákur á ferðinni með kollinn í lagi.“

Ragnar verður ekki eini Íslendingurinn hjá Brighton því hinn 17 ára gamli Emil Ásmundsson kom til félagsins frá Fylki á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner