Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
   þri 20. apríl 2004 00:00
Magnús Már Einarsson
Burrows fær 2,5 sekúndna metið staðfest
Mynd: Magnús Már Einarsson
Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Marc Burrows hafi sett heimsmet í byrjun mánaðarins þegar að hann skoraði eftir aðeins 2,5 sekúndur í leik með varaliði Cowes í Sydenham Wessex deildinni í Englandi. Burrows sem að er fyrrum leikmaður Portsmouth skaut beint úr upphafsspyrnu leiksins og með hjálp vindsins tókst honum að skora.

Atvikið átti sér stað í leik Cowes gegn Eastleigh en Burrows skoraði þrjú mörk í 5-3 sigri sinna manna.

Fyrra heimsmetið átti Argentínumaðurinn Ricardo Olivera en hann skoraði fyrir Rio Negro í úrúgvæsku deildinni eftir aðeins 2,8 sekúndur árið 1998.

Fyrra metið í Englandi átti Colin Cowperthwaite en hann skoraði eftir 3,5 sekúndur í leik með Barrow gegn Kettering árið 1979.

Þess má til gamans geta að Íslandsmetið er sex sekúndur samkvæmt því sem að við komumst næst. Tveir leikmenn hafa náð að skora svo fljótt hér á landi, Njörður Steinarsson leikmaður Árborgar náði því gegn KFS sumarið 2002 og Hilmar Hákonarson með Skallagrími gegn Haukum í Bikarkeppninni sumarið 2001.

Enska knattspyrnusambandið staðfesti metið í gær og segir að markið hafi komið eftir 2,5 sekúndur eftir að hafa ráðfært sig við dómara leiksins en fyrstu fréttir sögðu að markið hefði komið eftir sléttar tvær sekúndur. "Við getum sagt að markið hans Marc er það fljótasta sem að við vitu um." Sagði meðal annars í tilkynningu sambandsins.

Lesa má fyrri frétt okkar um málið hér en þar talar meðal annars Burrows sjálfur mikið um atvikið.
Athugasemdir
banner
banner