Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. apríl 2004 00:00
Magnús Már Einarsson
Mourinho með tilboð frá tveimur enskum liðum
Mynd: Magnús Már Einarsson
Jose Mourinho stjóri Porto segist hafa fengið tvö tilboð um stjórastarf hjá enskum liðum. Hann þverneitar þó þeiim sögusögnum að hann hafi átt fund með Roman Abramovich eiganda Chelsea.

Mourinho hefur verið talinn líklegur til að taka við stjórastarfi Chelsea af Claudio Ranieri í sumar. Mourinho sem að hefur náð frábærum árangri með Porto sagði "Það er ekki satt að ég hafi hitt Abramovich. Það er ekki heldur satt að ég hafi misst af fundi með honum. Ég hef tvo tilboð í höndunum frá enskum liðum en ég er ánægður hjá Porto og hef enga ástæðu til að yfirgefa félagið."

Samkvæmt fjölmiðlum í Portúgal þá eru liðin tvö sem að boðið hafa Mourinho samning Liverpool og Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner