Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fim 25. júlí 2013 23:18
Brynjar Ingi Erluson
Óskar Pétursson: Töpuðu þeir 6-1? Vá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Pétursson, markvörður Grindavíkur í fyrstu deildinni, var svekktur með 1-1 jafnteflið gegn Haukum í kvöld, en bæði mörkin komu undir lok leiksins.

,,Manni líður svona hálfpartinn eins og maður hafi tapað, svo maður er svolítið svekktur," sagði Óskar.

,,Mér fannst við hafa gert nánast þokkalega vel og getum verið mjög sáttir við þennan leik, spiluðum mjög vel og áttum fullt af færum. Við vorum að slútta hverri einustu sókn, þetta var gríðarlega jákvæður leikur, en grautfúlt að þeir nái að stela jafnteflinu svona í lokin."

,,Ef ég hefði staðið á línunni þá hefði ég átt séns. Hann fer í boga yfir mig og frábært skot hjá Andra og þegar ég sá hann munda boltann þá vissi ég nákvæmlega hvað væri að fara að gerast, það verður að loka á svona, en það er erfitt að kvarta eftir svona leik,"
sagði Óskar ennfremur.

Fréttaritari Fótbolta.net tjáði Óskari úrslitin úr hinum leiknum í fyrstu deildinni, þar sem Selfoss vann Víking R með sex mörkum gegn einu og viðbrögð hans voru afar einföld. ,,Töpuðu þeir 6-1? Já okei, vá," sagði hann að ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner