Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. ágúst 2013 10:35
Elvar Geir Magnússon
David Moyes varð að manni í Vestmannaeyjum
David Moyes.
David Moyes.
Mynd: Getty Images
„Frá kurteisum unglingi í stjóra ensku meistarana. Hvernig dvöl á Íslandi gerði Moyes að manni." - Þetta er fyrirsögn greinar sem birtist í Daily Mail í morgun og fjallar um Íslandsdvöl David Moyes.

Í greininni er rætt við Ólaf Jónsson sem þjálfaði unga leikmenn í Vestmannaeyjum í fótbolta. Í æfingaferð í Skotlandi urðu hann og faðir Moyes vinir. Það verður svo til þess að árið 1978 fer Moyes yngri til Vestmannaeyja til að æfa og spila með Tý.

Moyes bjó á heimili Ólafs og fjölskyldu hans og í viðtalinu segir Ólafur að Moyes hafi ekki verið hrifinn af fiskinum sem borðaður var en hann hefði þó sýnt kurteisi og látið hann ofan í sig.

Moyes æfði mikið sjáfur meðan hann dvaldist í Vestmannaeyjum og fór snemma á fætur. Um helgar mátti finna hann og Ólaf á báti við eyjarnar að veiða. Ólafur segir þó kíminn að það hafi verið ljóst að sá skoski myndi aldrei verða veiðimaður.

Eyjadvöl Moyes varð þó ekki löng. Hann fékk símtal frá Celtic í Glasgow og félagið bauð honum atvinnumannasamning. Tilboð sem ekki var hægt að hafna.

„Á þessum tíma gat ég ekki ímyndað mér að hann yrði á endanum knattspyrnustjóri Manchester United. Klárlega ekki," segir Ólafur í Daily Mail.

Smelltu hér til að lesa greinina í Daily Mail
Athugasemdir
banner
banner
banner