Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 16. maí 2004 00:00
Hafliði Breiðfjörð
Að vera fótboltafíkill
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Í næstu viku kemur út stórskemmtileg bók í kiljufori sem fjallar um heilt tímabil í lífi fótboltaáhugamanns á Íslandi. Það er ungur Grindvíkingur, Tryggvi Þór Kristjánsson, sem skrifar bókina um reynslu sína.

Fótboltafíkillinn er bók um ákveðna gerð manna. Hún er um manninn sem þekkir að standa í rigningu og roki í níutíu mínútur til að horfa á liðið sitt tapa 5-0, veit hvernig er að vinna KR í Frostaskjólinu, þekkir að sitja í bíl í fimm tíma til þess eins að horfa á liðið sitt spila, þekkir djúpa örvæntingu tapsins og hríslandi sigurtilfinninguna. Hún er fyrir alla sem vita betur en þjálfarinn, fyrir þá sem sleppa því að fara í bústaðinn til að fara á völlinn, fyrir alla sem elska liðið sitt.

Höfundur bókarinar í stúkunni
,Það er stundum erfiðara að vera stuðningsmaður fótboltaliðs uppi í stúku en að vera leikmaður inni á vellinum. Fótboltafíkillinn er fyndin saga um fótboltaáhugamann sem ekki er sama um gengi liðs síns. Knattspyrnuáhugamenn, hvort heldur þeir halda með Leiftri eða Liverpool, Aftureldingu eða Arsenal, ættu að geta séð sjálfan sig í bók Tryggva Kristjánssonar. Frásögnin er leiftrandi skemmtileg og minnir á Fever Pitch sögu Nicks Hornby. Kærkomin bók í íslenska fótboltamenningu."
Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 og Sýn.

Inngangur eftir Júlían Meldon D'Arcy, dósent í enskum bókmenntum við Háskóla Íslands, og dæmdan lífstíðarknattspyrnuáhugamann.

Það er bókaútgáfan Tindur sem gefur bókina út en hægt verður að kaupa hana í helstu bókaverslunum og hér á Fótbolti.net.
Athugasemdir
banner
banner