Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 25. september 2013 14:00
Elvar Geir Magnússon
Markahæstir á Íslandi - Barist um gullskóinn á laugardag
Viðar Örn Kjartansson hefur skorað mest.
Viðar Örn Kjartansson hefur skorað mest.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Gary Martin á tvo leiki eftir á tímabilinu.
Gary Martin á tvo leiki eftir á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardaginn fer lokaumferð Pepsi-deildarinnar fram og verður hart barist um gullskóinn. Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Fylkis, er í bestu stöðunni með 12 mörk en Fylkir heimsækir ÍA.

Gary Martin er reyndar í góðri stöðu einnig þar sem hann á tvo leiki eftir. Keppir við ÍA í kvöld og Fram á laugardag. Gary Martin hefur skoraði 11 mörk eins og Atli Viðar Björnsson sem mætir Stjörnunni á laugardag.

Keppni í neðri deildum er lokið. Aron Elís Þrándarson varð markakóngur 1. deildar, Guðmundur Atli Steinþórsson í 2. deild og Almar Daði Jónsson í 3. deild. Harpa Þorsteinsdóttir varð markadrottining Pepsi-deildar kvenna með yfirburðum.

Pepsi-deild karla:
12 mörk - Viðar Örn Kjartansson, Fylkir (21 leikir)
11 - Atli Viðar Björnsson, FH (18)
11 - Gary Martin, KR (1 víti/20)
10 - Hólmbert Aron Friðjónsson, Fram (1 víti/20)
10 - Björn Daníel Sverrisson, FH (21)
9 - Chukwudi Chijindu. Þór (1 víti/17)
9 - Hörður Sveinsson, Keflavík (20)
9 - Halldór Orri Björnsson Stjarnan (2 víti/20)
8 - Baldur Sigurðsson, KR (18)
8 - Árni Vilhjálmsson Breiðablik (20)

1. deild karla:
14 - Aron Elís Þrándarson, Víkingur R. (1 víti/14)
11 - Javier Zurbano, Selfoss (2 víti/22)
11 - Hilmar Árni Halldórsson, Leiknir (4 víti/22)
10 - Ben Everson, BÍ/Bolungarvík (20)
10 - Stefán Þór Pálsson, Grindavík (21)
10 - Juraj Grizelj, Grindavík (2 víti/21)
10 - Aron Sigurðarson, Fjölnir (22)

2. deild karla:
17 - Guðmundur Atli Steinþórsson, HK (2 víti/22)
12 - Theodór Guðni Halldórsson, Njarðvík (10)
11 - Darko Matejic, Ægir (1 víti/20)
10 - Alexander Aron Davorsson, Afturelding (3 víti/20)
10 - Ásgeir Marteinsson, HK (2/21)
10 - Gunnar Wigelund, Reynir (22)

3. deild karla:
19 - Almar Daði Jónsson, Leiknir F. (16)
15 - Jerson Dos Santos, Fjarðabyggð (1 víti/17)
13 - Eiríkur Viljar Kúld, ÍH (1 víti/16)
12 - Tómas Pálmason, Víðir (1 víti/16)
10 - Hreggviður Heiðberg Gunnarsson, Magni (1 víti/18)

Pepsi-deild kvenna:
28 - Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan (18)
17 - Elín Metta Jensen, Valur (3 víti/17)
16 - Danka Podovac, Stjarnan (18)
13 - Shaneka Gordon, ÍBV (18)
Athugasemdir
banner
banner