Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 03. október 2013 14:30
Elvar Geir Magnússon
„Missti sveindóminn með geit"
Graffiti-listaverk af Garrincha í Rio de Janeiro.
Graffiti-listaverk af Garrincha í Rio de Janeiro.
Mynd: Getty Images
Garrincha er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Botafogo.
Garrincha er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Botafogo.
Mynd: Getty Images
Liðurinn „Joy of Six" hjá Guardian hefur lengi notið mikilla vinsælda. Um er að ræða þematengdan lið þar sem sex dæmi eru tekin fyrir hverju sinni.

Meðal viðfangsefna sem hafa verið tekin saman eru fótboltamenn sem höfðu verið á botninum í sínu lífi áður en þeir slóu í gegn á vellinum.

Meðal þeirra sex leikmanna sem þá voru nefndir er Brasilíumaðurinn Garrincha sem fæddist 1933 og lést 50 árum síðar af völdum áfengisneyslu.

Áfengisvandamál Garrincha hófst þegar hann var aðeins fjórtán ára gamall og missti hann sveindóminn með geit. Hann ólst upp við mikla erfiðleika og fátækt á götum Rio en afrekaði það að spila 50 landsleiki fyrir Brasilíu og var talinn töframaður með knöttinn.

Á ævi sinni gekk hann í gegnum háar hæðir og djúpar lægðir. Hann eignaðist 14 börn. Margoft var hann tekinn fyrir ölvunarakstur en eitt sinn lenti hann í árekstri sem varð til þess að tengdamóðir hans lést.

Þrátt fyrir allt saman er hann í guðatölu hjá stuðningsmönnum Botafogo enda lék hann 581 leik fyrir félagið og skoraði 232 mörk.

Hinir fimm sem teknir eru fyrir í liðnum er Hector Castro sem missti hægri höndina 13 ára, Paul McGrath sem barðist við alkahólisma og reyndi að taka eigið líf, Ricky Otto sem átti 17 vini sem voru myrtir á 18 ára tímabili, Lauren sem átti faðir sem fékk 101 dauðarefsingu í Afríku og Steve Savidan sem safnaði dósum til að greiða reikninga.

Smelltu hér til að lesa þessa úttekt Guardian, Joy of Six: Footballers who have overcome humble beginnings
Athugasemdir
banner
banner