mið 30. október 2013 16:20
Magnús Már Einarsson
Hólmbert og Viðar æfa með Celtic
Fram hafnaði tilboði frá Heracles
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert Aron Friðjónsson framherji Fram og Viðar Örn Kjartansson framherji Fylkis hafa undanfarna daga verið á reynslu hjá Celtic í Skotlandi. Þeir hafa æft með liðinu í fimm daga og verða ytra fram á föstudag.

Báðir leikmennirnir skoruðu grimmt í Pepsi-deildinni í sumar og þeim hefur vegnað vel á æfingum í Skotlandi.

,,Það hefur gengið mjög vel og við höfum heyrt mjög góða hluti um okkur," sagði Hólmbert við Fótbolta.net í dag.

Hólmbert fór einnig til hollenska félagsins Heracles á reynslu á dögunum og gekk vel þar.

Í kjölfarið gerði Heracles tilboð í Hólmbert sem Fram hafnaði samstundis. Að sögn Hólmberts eru frekari viðræður í gangi á milli félaganna.

Viðar er einnig eftirsóttur en hann æfði á dögunum með Vålerenga í Noregi og skoraði þrennu í æfingaleik með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner