Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. desember 2013 07:30
Alexander Freyr Tamimi
Viðar Örn til Valerenga (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Viðar Örn Kjartansson skrifaði í gærkvöldi undir þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarliðið Valerenga.

Viðar Örn var einn af markahæstu leikmönnum Pepsi deildarinnar á síðasta tímabili, sem var jafnframt hans fyrsta tímabil hjá Fylki, en áður hafði hann leikið með uppeldisfélagi sínu Selfossi.

Viðar Örn staðfesti við Sunnlenska.is í gær að hann væri genginn til liðs við Valerenga, en félagaskiptin höfðu legið í loftinu um nokkurt skeið.

„Ég er ákaflega stoltur af þessu og í raun og veru í spennufalli,“ sagði Viðar í samtali við sunnlenska.is í gærkvöldi.

„Takmarkið hefur lengi verið að komast í atvinnumennskuna og það skrítið að nú sé loksins komið að þessu miðað við hvað ég þurfti að bíða lengi. Ég hélt að ég væri að fara að klúðra þessu. En Vålerenga er flottur klúbbur og þjálfarinn sýndi mér gríðarlegan áhuga og vill fá mig sem framherja númer eitt þannig að ég er mjög stoltur af þessum áfanga.“
Athugasemdir
banner
banner
banner