Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mán 14. júní 2004 07:00
Hafliði Breiðfjörð
Vefsíða vikunnar - Liverpool blogg
Vefsíða vikunnar hefur verið í hléi hér á Fótbolti.net frá því í nóvember en fer nú af stað á ný í dag. Að þessu sinni fjöllum við um nýja íslenska fótboltasíðu sem er mjög virk og fjallar aðeins um Liverpool.

 

EOE.is/Liverpool

Vefsíða vikunnar er íslensk bloggsíða um Liverpool og enska boltann sem opnaði fyrir skömmu.   Slíkar síður eru nokkuð algengar erlendis en þekkjast ekki hér heima.  Sem dæmi um slíkar síður erlendis eru Arseblog.com auk þess sem slíkur liður er á ThisisAnfield.com. 

Á bakvið síðuna standa þeir Einar Örn og Kristján Atli.  Kristján er FHingur og Einar er KRingur en þeir eiga það þó sameiginlegt að dýrka Liverpool og vera sjúkir í enska knattspyrnu.  

Einar Örn vinnur sem markaðsstjóri hjá Danól auk þess sem hann á veitingastaðinn Serrano, Kristján hinsvegar er við Háskólanám auk þess að vinna við tölvur hjá Fiskmarkaði Suðurnesja í Hafnarfirði.   Hann skrifaði nýlega sögu Liverpool klúbbsins á Íslandi sem kemur út í afmælisbók í júní og verður í sölu hér á Fótbolti.net.   

Við settum okkur í samband við drengina og spurðum hvaðan hugmyndin að síðuni kom:

,,Hugmyndin að síðunni kom í rauninni að utan. Við höfum báðir fylgst mikið með góðum íþróttabloggsíðum ... ekki hvað sem er heldur bara hlutir sem eru mjög vel unnir og síður sem eru í alla staði vel gerðar og víðlesnar. Gott dæmi um þetta eru t.d. www.thisisanfield.com (Liverpool-blogg af manni sem er með season-ticket á Anfield) og www.arseblog.com (Arsenal-blogg, mjög flott síða). Við höfðum rekist á eina og eina síðu hérna heima (aðallega á folk.is eða blogger.com) þar sem fólk var að reyna að tjá sig um liðið sitt en okkur fannst báðum að það vantaði mikið uppá, bæði hvað varðar góða hönnun, hugmyndarík skrif og fyrst og fremst metnað í að uppfæra síður um leið og eitthvað nýtt ber að."

Þeir leggja mikinn tíma í að halda síðunni úti en forvinnsla fór fram á 3-4 vikum áður en hún fór svo í loftið.   Á þeim tíma var hún hönnuð, ákveðið innihald, uppfærslutaktík og fleira.   Við uppfærsluna er svo notast við NewsNow fréttaflokkarann, Liverpool síðuna og að sjálfsögðu Fótbolta.net.  

,,Sem gott dæmi um hversu mikill tími fer í þetta höfum við sett inn 31 frétt á þeim 8 dögum sem liðnir eru síðan Houllier hætti (tvær langar fréttir um brotthvarf Houlliers, ein frá hvorum okkar, voru fyrstu opinberu færslurnar okkar á síðunni). Allar fréttir frá því fyrir brottrekstur Houlliers eru importaðar af okkar eigin síðum, hvar við vorum vanir að fjalla um Liverpool áður en við færðum þau skrif yfir á þessa síðu."

Þeir vinna báðir við tölvur og eru því á netinu að leita að fréttum meira og minna allan daginn og skrifa um leið og þær berast.   Þannig telja þeir að um 2-4 klukkustundir fari samtals í uppfærslu síðunnar á degi hverjum.

Hægt er að skoða síðuna  á  EOE.is/Liverpool


Athugasemdir
banner
banner
banner