Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 03. janúar 2014 10:30
Magnús Már Einarsson
Fyrrum landsliðsþjálfari Bandaríkjanna tekur við Stabæk
Mynd: Getty Images
Bob Bradley hefur verið ráðinn þjálfari hjá norska félaginu Stabæk.

Bradley er Bandaríkjamaður en hann þjálfaði bandaríska landsliðið frá 2006-2011.

Undanfarin tvö ár hefur hann síðan verið landsliðsþjálfari hjá Egyptalandi.

Stabæk féll úr norsku úrvalsdeildinni árið 2012 en liðið komst aftur upp síðastliðið haust og mun því keppa á meðal þeirra bestu á nýjan leik í ár.

Haukur Páll Sigurðsson, miðjumaður Vals, var á reynslu hjá Stabæk á dögunum en hann samdi ekki við félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner