Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 07. janúar 2014 12:07
Daníel Freyr Jónsson
Björn Bergmann orðaður við Legia Varsjá
Björn Bergmann Sigurðarson.
Björn Bergmann Sigurðarson.
Mynd: Getty Images
Framherjinn Björn Bergmann Sigurðarson er í enskum fjölmiðlum orðaður við pólska meistaraliðið Legia Varsjá.

Ljóst er að áhugi á þessum unga Skagamanni er mikill þar sem Wolves hafnaði tilboði frá Watford í leikmanninn í gær.

Samkvæmt Sky Sports vill Björn losna frá Wolves og gæti Legia freistað hans þar sem Henning Berg stýrir liðinu. Tvímenningarnir hafa áður unnið saman hjá norska liðinu Lillestrom.

Björn Bergmann gekk í raðir Wolves frá Lilleström um mitt ár 2012 þegar liðið var í úrvalsdeildinni. Nú spilar liðið í 3. efstu deild Englands eftir að hafa fallið niður um deild tvö tímabil í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner