Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 15. júní 2004 10:08
Hafliði Breiðfjörð
Zaccheroni segir af sér hjá Inter
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Alberto Zaccheroni stjóri Inter Milan sagði í morgun starfi sínu lausu eftir átta mánuði í starfi. Þetta var tilkynnt nú í morgun en Zaccheroni leiddi AC Milan til sigurs í Seria A árið 199 og hafði einnig þjálfað Udinese og Lazio. Hann leiddi Inter í fjórða sæti Seria A þessa leiktíðina eftir að hafa tekið við af Hector Cuper í október. Líklegt er að Roberto Mancini verði ráðinn eftirmaður hans. Inter vann fyrstu 6 leikina í Seria A undir stjórn Zacceroni en í kjölfarið kom 5-1 tap fyrir Arsenal í Meistaradeild Evrópu og svo 3-2 tap gegn AC Milan eftir að Inter hafði komist 2-0 yfir. Zaccheroni var 10. stjóri félagsins síðan Massimo Moratti varð forseti félgsins í febrúar 1995.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner