Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
   mán 10. mars 2014 15:15
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Gregg Ryder: Höfum prófað hnefaleika og jóga
Gregg Ryder, þjálfari Þróttar.
Gregg Ryder, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta gengur vel og er á réttri leið," segir Gregg Ryder, þjálfari Þróttar. Þessi ungi Englendingur var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn.

Hann var ráðinn aðalþjálfari Þróttar síðasta haust eftir að hafa verið í þjálfarateymi ÍBV í fyrra. Hann segir að fjölbreytnin hafi ráðið ríkjum á undirbúningstímabilinu.

„Við höfum prófað ýmislegt. Hlaupaþjálfari hefur farið yfir hlaupastílinn, við höfum prófað hnefaleika og farið í jóga vikulega. Þetta hefur verið öðruvísi fyrir strákana en þeir njóta þess. Þjálfarinn sem hefur verið með okkur í hnefaleikunum hefur þjálfað Gunnar Nelson," segir Ryder.

Hann segist ætla að bæta við 3-4 leikmönnum áður en tímabilið hefst.

„Þegar ég tók við liðinu vissi ég ekki hvort það þyrfti að styrkja liðið en ég býst við að leikmannahópurinn verði klár bráðlega. Þessir menn sem þegar hafa komið hafa staðið sig vel og ég er ánægður með þá."

Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar talar hann meðal annars um það hvernig er að vera þjálfari sem er yngri en hluti af leikmönnum liðsins.
Athugasemdir
banner
banner