Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   mán 10. mars 2014 18:00
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Jörundur Áki: Óhemju útgerð
Jörundur Áki Sveinsson.
Jörundur Áki Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net hefur verið að taka púlsinn á þjálfurum 1. deildarinnar að undanförnu. Í spilaranum hér að ofan má heyra hvað Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari BÍ/Bolungarvíkur, hafði að segja í þættinum á laugardag.

„Þetta er púsluspil hjá okkur. Við erum með 6-8 menn í bænum og svipað fyrir vestan. Hópurinn hefur verið tvískiptur og við ekki æft saman síðan í september. Veðrið hefur sett strik í reikninginn en við reynum bara að gera sem best úr þessu," segir Jörundur.

„Það eru miklar breytingar á liðinu frá því í fyrra og það munar um það. Við þurfum bara að púsla þessu saman fyrir sumarið. Við þurfum að stilla strengina. Það er óhemju útgerð fyrir okkur að halda saman fótboltaliði sem er á tveimur stöðum. Þetta kostar allt sitt og við þurfum að vega og meta hvernig framhaldið verður varðandi að bæta við sig mannskap."

„Það eru nokkrir ungir og efnilegir að koma upp fyrir vestan og við horfum til þeirra. Það er kannski aðeins lengra í þá en að þeir spili mjög stórt hlutverk í sumar en engu að síður eigum við þarna mjög flotta unga leikmenn sem hafa verið að fá spiltíma núna og það er frábært að þeir fái smá reynslu. Innan tveggja til þriggja ára verða þeir vonandi farnir að spila stórt hlutverk."

„Það vilja allir vera í þessari baráttu í efri hlutanum og við vorum í henni í fyrra. Við lentum í smá leiðindakafla þar sem við misstum aðeins dampinn en náðum að vinna okkur aftur í toppbaráttuna. Það verður að koma í ljós hversu vel mun ganga í sumar."

„Við höfum skoðað ansi marga leikmenn í vetur en sjáum hvað gerist. Það eru einn til tveir í sigtinu hjá okkur núna. Þetta kemur bara í ljós á næstu dögum eða vikum hvort þetta gangi upp," segir Jörundur en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner