Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
banner
   mán 24. mars 2014 15:15
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Bjarki Már: Við erum ekki Völsungur
Bjarki er hér til vinstri á myndinni.
Bjarki er hér til vinstri á myndinni.
Mynd: Tindastóll
Bjarki er fyrrum fyrirliði Tindastóls.
Bjarki er fyrrum fyrirliði Tindastóls.
Mynd: Bjarni Gunnarsson
Bjarki Már Árnason var í vetur ráðinn þjálfari Tindastóls á Sauðárkróki. Félagið var við það að draga sig úr keppni í 1. deildinni vegna fjárhagsvandamála og manneklu en þá tók fólk sig saman og liðið tekur slaginn. Bjarka lýst vel á komandi tímabil.

„Þeir nálguðust mig og spurðu hvort ég hefði áhuga á þessu. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um, þetta er starf sem mér langaði í. Það þurfti ekki að sannfæra mig mikið. Svo tók ég við um miðjan janúar og hef verið að vinna í því að koma mönnum í form og safna leikmönnum," sagði Bjarki við útvarpsþáttinn Fótbolti.net á laugardag.

„Eftir að það komu fastar rætur í þetta og ákveðið var að vera í 1. deild fór vinna af stað að sannfæra menn að vera áfram hjá félaginu. Menn hafa verið samstíga að koma þessu rétta leið og gera þetta eins og menn."

„Leikmannahópurinn er ljómandi fínn. Við erum að vinna í því að halda flestum hjá okkur. Seb (Furness markvörður) er aðstoðarþjálfari minn og svo komum við til með að fá einn eða tvo útlendinga til viðbótar. Hópurinn er að mestu skipaður heimamönnum og það er styrkur."

Einhver umræða hefur verið um að Tindastóll gæti orðið sama fallbyssufóðrið í deildinni og Völsungur var í fyrra en Bjarki segir það af og frá.

„Ef fólk er að segja þetta þá sýnir það bara hversu lítið það þekkir okkur. Ég held að við séum lið sem fólk ætti að vanmeta. Það er ágætt að fólk búist ekki við miklu af okkur því við eigum þá bara eftir að koma skemmtilega á óvart. Ég hef allavega fulla trú á þessu og strákarnir eru að bæta sig statt og stöðugt. Við erum Tindastóll, ekki Völsungur."

Bjarki var varnarmaður og fyrirliði hjá Tindastóli en hann hefur verið að spila með liðinu í vetur samhliða þjálfun. Ætlar hann að vera spilandi þjálfari í sumar?

„Það er ekki planið, ég viðurkenni það. Ég hef aðallega verið að spila því þeir sem hafa verið að leysa þessa stöðu hafa verið meiddir. Ég ætla að vera til taks, ég verð í formi og til í slaginn en ætla að einbeita mér að því að vera á hliðarlínunni," sagði Bjarki en viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner