Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
   mán 31. mars 2014 15:15
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Gylfi Þór: Ég baulaði hátt á Stóra Sam
Gylfi Þór Orrason er hér fyrir miðju.
Gylfi Þór Orrason er hér fyrir miðju.
Mynd: Úr einkasafni
Gylfi Þór Orrason er einn þekktasti stuðningsmaður West Ham á Íslandi. Hann var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag og er hægt að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan.

Leikaðferð Stóra Sam Allardyce hefur verið gagnrýnd harðlega en áhorfendur liðsins bauluðu á hann þrátt fyrir sigur gegn Hull í síðustu viku.

,,Ég baulaði hátt og hafði skilning á þessu. Ég er búinn að fá nóg af þessum fótbolta sem West Ham er að spila og hvernig þetta er byggt upp á löngum boltum," segir Gylfi.

,,Það er verið að ná í allskonar skápa til að spila þrátt fyrir að vera með eitt besta unglingaliðið. Það þekkist ekki hjá Stóra Sam að nota uppalda leikmenn. Menn vilja hafa sínar hetjur í liðinu sínu og búið að fara illa með unglingastarfið. Svona vinnubrögð ganga ekki."

,,Það er ,,play ugly" í hverjum leik og fólk er að fá upp í kok af þessari spilamennsku. Boltanum er alltaf sparkað yfir miðjumennina. Varnarmennirnir þurfa að hitta á Andy Carroll og svo mega miðjumennirnir koma inn í leikinn,"

,,Að hann skuli vera hissa á því að baulað sé á hann þegar liðið er spilað sundur og saman á eigin heimavelli gegn Hull. Það er ekki ásættanlegt. Þremur stigum var grísað í land með klaufalegu sjálfsmarki,"

Gylfi hefur ekki í hyggju að fara út og horfa á þetta lið spila.

,,Ég ætla ekki að borga dýrum dómi til að sjá þetta. Ég læt nægja að horfa á þetta í sjónvarpinu. Ég hef farið á Upton Park á hverju ári í nánast 40 ár en ég ætla ekki að pína mig í að fara út og horfa á þessa vitleysu.," segir Gylfi en viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner