Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
   mán 07. apríl 2014 15:30
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Pálmi Rafn: Norðmenn hættir að vera hissa
Pálmi Rafn á landsliðsæfingu.
Pálmi Rafn á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi Rafn Pálmason átti mjög góðan leik fyrir Lilleström sem vann Sandnes Ulf í norsku úrvalsdeildinni í gær. Pálmi skoraði eitt marka liðsins í 4-1 sigri og krækti auk þess í vítaspyrnu.

Pálmi er með ansi gott orðspor í norska boltanum en hann var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 á laugardag.

„Undirbúningstímabilið var ágætt en klúbburinn er í smá fjárhagserfiðleikum og það hefur verið smá vesen. Þrátt fyrir það hefur liðið verið vel þjappað saman. Liðið hefur átt fína leiki og æft vel," sagði Pálmi.

„Við fengum eitt stig í fyrstu umferð á erfiðum útivelli. Við erum samt svolítið upp og niður. Það verður að segjast eins og er. Við erum þokkalega þunnskipaðir en gæðin eru fín. Við höfum verið með nokkurnveginn sama hóp síðustu tvö til þrjú ár sem er nokkuð gott."

Pálmi hefur verið í Noregi síðan 2008, fyrst með Stabæk en fór til Lilleström 2012.

„Mér og fjölskyldunni líður mjög vel hérna og það er yfir litlu að kvarta. Það hefur verið inni í dæminu að prófa eitthvað annað en Lilleström sýndi áhuga þegar samningur minn við Stabæk rann út."

Það eru fjölmargir Íslendingar í norska boltanum eins og oft áður.

„Norðmennirnir eru hættir að vera hissa á því hvað við Íslendingar framleiðum mikið af fótboltamönnum. Það koma margir góðir leikmenn frá Íslandi og þetta er bara orðið venjulegt fyrir þeim," sagði Pálmi.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan en hann segir að Molde sé líklegasta liðið til að vinna norsku deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner