Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
banner
   mán 07. apríl 2014 18:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Magnús Agnar um umboðsmannastarfið
Magnús Agnar Magnússon að ræða við Heimi Guðjónsson.
Magnús Agnar Magnússon að ræða við Heimi Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net fræddist um starf umboðsmannsins í útvarpsþættinum á X-inu á laugardag. Magnús Agnar Magnússon frá Total Football mætti í spjall. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan.

„Það vilja allir ná sem lengst í boltanum, spila með sem stærstum liðum. En það eru hraðahindranir á veginum hjá þessum strákum eins og við höfum séð nýverið í viðtölum. Við verðum að vera til taks, bæði þegar gengur vel en sérstaklega þegar það gengur illa," segir Magnús Agnar.

Oft eru umboðsmennirnir málaðir sem neikvæður hlutur í fótboltanum.

„Hjá einhverjum er örugglega maðkur í mysunni en í grunninn er umboðsmaðurinn að vinna eftir sinni bestu sannfæringu og vinna fyrir hönd leikmannsins til að láta hans drauma rætast. En það er erfitt fyrir félög að missa besta leikmanninn sinn og auðvelt að kenna umboðsmanninum um ef leikmaður vill fara."

„Liðin missa oft leikmenn sem þeim finnst erfitt að fá menn í staðinn fyrir. Nýverið fór Jóhann Laxdal og Halldór Orri Björnsson úr Stjörnunni. Það kemur illa við Stjörnuna, það er klárt, og minnkar möguleika liðsins en þessir leikmenn geta ekki orðið atvinnumenn hjá Stjörnunni."

Í viðtalinu sem hægt er að hlusta á í spilaranum hér að ofan tjáir Magnús Agnar Magnússon um starf umboðsmannsins, hvaðan tekjurnar koma, samkeppnina í bransanum og margt fleira.
Athugasemdir
banner
banner